Tilkynningar frá ritstjórn: Sérhefti: Íslensk félagsfræði - Landnám alþjóðlegrar fræðigreinar

Út er komið nýtt hefi Íslenska þjóðfélagsins (2. tbl., 8. árg.). Um er að ræða sérhefti sem er ritstýrt af Helga Gunnlaugssyni, prófessor í félagsfræði við HÍ, og Þóroddi Bjarnasyni, prófessor í félagsfræði við HA. Helgi og Þóroddur ritstýrðu saman safnritinu Íslensk félagsfræði: Landnám alþjóðlegrar fræðigreinar árið 2004. Sérheftið sem nú kemur út er ætlað að vera hluti af því verkefni að kortleggja stöðu og þróun félagsfræðinnar á Íslandi. 

Í tilefni 20 ára afmælis útgefanda tímaritsins, Félagsfræðingafélag Íslands, árið 2015, ákvað þáverandi stjórna félagsins að fá Helga og Þórodd til að ritstýra því sérhefti sem nú kemur út. Stjórn Félagsfræðingafélag Íslands þakkar þeim og höfundum greina sem nú koma út fyrir þeirra framlag.