„Það má eitt fjall vera ósnortið fyrir þessum andskotans túristum“: Umhverfisstjórnun, náttúrutengsl og ferðamennska

  • Hugrún Harpa Reynisdóttir Þekkingarsetrinu Nýheimum
  • Gunnar Þór Jóhannesson Háskóli Íslands
Keywords: Environmental management, human-nature relations, tourism, Öræfi, Iceland

Abstract

This article describes the attitudes of the inhabitants of Öræfi, county of Austur-Skaftafell, to environmental management with reference to their experiences of relations to nature. The objective of the paper is to describe how environmental management gains meaning in a interplay of nature relations of local people and increasing traffic of tourists through Öræfi. The article is based on qualitative research among inhabitants in the area. The study shows that the way in which the inhabitants experience traffic and pressure by tourists brings forth the meaning and importance of environmental management for the area. At the same time, particular weaknesses are evident when it comes to environmental management schemes and how they have been conducted in the area. Those include a lack of local collaboration and especially that human-nature relations, as experienced by inhabitants, are not taken into account. The paper underscores the importance of local participation for successful environmental management and that environmental management tools need to be open towards diverse modes of relations between society and nature. The findings support the view that environmental management systems can serve to deal with management challenges of tourism, which underlines that tourism does not necessarily need specific management tools but rather clear access to the management mechanisms already in place. 

Í þessari grein er fjallað um viðhorf íbúa í Öræfum í Austur-Skaftafellssýslu til umhverfisstjórnunar með hliðsjón af upplifun þeirra af náttúrutengslum sínum. Markmið greinarinnar er að lýsa hvernig umhverfisstjórnun verður merkingarbær í samspili náttúrutengsla heimafólks og sívaxandi umferðar ferðafólks um Öræfi. Greinin byggir á eigindlegri rannsókn sem unnin var meðal íbúa á svæðinu. Rannsóknin leiðir í ljós að upplifun heimafólks í Öræfum af umferð og ágangi ferðamanna dregur fram mikilvægi umhverfisstjórnunar fyrir svæðið. Um leið birtast tilteknir veikleikar í því hvernig umhverfisstjórnun hefur verið háttað. Þar má nefna skort á samráði og sérstaklega að tekið sé tillit til náttúruskilnings og náttúrutengsla heimafólks. Niðurstöður greinarinnar draga fram að samráð við heimafólk sé mikilvægt til að koma á fót árangursríkri umhverfisstjórnun og um leið er undirstrikað að tæki umhverfisstjórnunar þurfa að vera opin fyrir mismunandi tengslaafstæðum samfélags og náttúru. Niðurstöður benda til þess að umhverfisstjórnunarkerfi geti þjónað sem aðferð til að takast á við meintan stjórnunarvanda ferðaþjónustunnar sem undirstrikar að ferðaþjónusta þarf ekki endilega sértæk úrræði heldur skýran aðgang að þeim stjórnunartækjum sem nú þegar eru til staðar.

 

Published
2017-01-25
How to Cite
Reynisdóttir, H., & Jóhannesson, G. (2017). „Það má eitt fjall vera ósnortið fyrir þessum andskotans túristum“: Umhverfisstjórnun, náttúrutengsl og ferðamennska. Íslenska þjóðfélagið, 7(1), 45-60. Retrieved from https://thjodfelagid.is/index.php/Th/article/view/100
Section
Articles