Nýliðun í landbúnaði á Íslandi og áhrif fjarlægðar frá Reykjavík
Abstract
Fækkun bænda og veiking sveitarsamfélagahefur verið áhyggjuefni meðal þeirra sem vilja halda landinu öllu í byggð. Í greininni er nýliðun í nautgripa- og sauðfjárrækt á Íslandi í brennidepli. Skoðað var hvaða áhrif fjarlægð frá Reykjavík, aldur einstaklinga, kyn, uppruni, búgrein og landsvæði hefur á nýliðun í greininni. Vegna þekkts landfræðilegs sambands land- og fasteignaverðsog fjarlægðar frá borgum (Thunen, 1966) var athyglin meiri á áhrif fjarlægðar frá Reykjavík á nýliðun. Gögn yfir allar bújarðir á tímabilinu 2000–2009 voru notuð, sem skilaði tæplega 35.000 athugunum. Hefðbundnu logit tölfræðilíkani var beitt ásamt fixed effect logit líkani fyrir panelgögn til stuðnings og frekari glöggvunar. Í ljós kom að þegar horft er á fjarlægð frá Reykjavík eru líkurnar á nettó nýliðun minnstar á jaðri höfuðborgarinnar en aukast eftir því sem fjær dregur og ná hámarki í 220 km fjarlægð en dragast svo saman eftir það. Heilt yfir var nettó nýliðun meiri hjá þeim sem yngri eru en hjá þeim eldri en óvænt kom í ljós að brottfall úr landbúnaði hefur verið meira hjá þeim sem ungir eru en hjá þeim sem eru á miðjum aldri. Þá er nýliðun líklegri í sauðfjárrækt en nautgriparækt, hún er líklegri meðal kvenna en karla, og líklegra er að hún eigi sér stað á Suðurlandi en annars staðar á landinu.
Copyright (c) 2018 Vífill Karlsson

This work is licensed under a Creative Commons Attribution-NonCommercial 4.0 International License.
Höfundar eiga höfundarétt að greinum sínum en þær birtast samkvæmt skilmálum um opinn aðgang (Creative Commons, creativecommons.org).
Authors retain copyright and grant the journal right of first publication with the work simultaneously licensed under a Creative Commons Attribution License that allows others to share the work with an acknowledgement of the work's authorship and initial publication in this journal.