Innfæddir og aðfluttir andskotar: Áhrif uppruna og staðarsamsemdar á búsetuánægju á Norðurlandi

  • Þóroddur Bjarnason Háskólinn á Akureyri

Abstract

Flest byggðarlög á Íslandi einkennast af miklum hreyfanleika og háu hlutfalli aðfluttra íbúa. Innan við helmingur fullorðinna íbúa Akureyrar, Dalvíkur og Húsavíkur eru innfædd og aðeins um 14% íbúanna hafa aldrei búið annars staðar. Um helmingur þeirra hefur búið í ár eða meira á höfuðborgarsvæðinu, um þriðjungur annars staðar á Íslandi og nærri fjórðungur erlendis. Nærri allir innfæddir ibúar telja sig vera heimafólk, um tveir af hverjum þremur aðfluttum sem ólust þar upp og um helmingur þeirra sem þar hafa búið í meira en tíu ár. Flestir íbúarnir eru frekar eða mjög ánægðir með búsetu sína, en búsetuánægjan er mest meðal aðfluttra sem þar hafa búið í meira en tuttugu ár. Staðarsamsemd tengist búsetuánægju allra hópa nema þeirra sem búið hafa á viðkomandi stöðum í fimm ár eða minna. Í tvíkosta aðhvarfsgreiningu tengist búsetuánægja byggðarlagi, hjúskaparstöðu, erlendum bakgrunni, aldri og starfi sem hæfir menntun. Aðfluttir sem ólust upp á viðkomandi stöðum eru marktækt óánægðari með búsetu sína, en almennt traust, samstaða með öðrum íbúum og staðarsamsemd tengist meiri búsetuánægju. Niðurstöðurnar benda til þess að samfélagsbragur og byggðaþróun geti að hluta ráðist af því að allir íbúar séu viðurkenndir sem heimafólk.

Published
2018-11-02
How to Cite
Bjarnason, Þóroddur. (2018). Innfæddir og aðfluttir andskotar: Áhrif uppruna og staðarsamsemdar á búsetuánægju á Norðurlandi. Íslenska þjóðfélagið, 9(1), 22-44. Retrieved from https://thjodfelagid.is/index.php/Th/article/view/145
Section
Articles