Frá ritstjóra

  • Thamar Melanie Heijstra University of Iceland

Abstract

Frá ritstjóra

 

Íslenska þjóðfélagið hefur nú lokið níunda útgáfuári sínu og voru tvær greinar birtar á árinu. Þó uppskeran hefði mátt vera meiri þá er á bak við tjöldin verið að vinna að ýmsum breytingum til að tryggja framtíð tímaritsins. Verið er að uppfæra hugbúnaðinn fyrir heimasíðu tímaritsins og einnig er unnið að því að gera birtingarferlið aðgengilegra fyrir höfunda, meðal annars með því að setja fram skýrari leiðbeiningar. Útlit tímaritsins verður aðlagað nútímakröfum og unnið er að skipan nýrrar og virkrar ritnefndar. Gert er ráð fyrir að þessum breytingum ljúki á næsta ári. Sérheftið sem var áætlað fyrir 2018 hefur tafist en það mun koma út innan skamms. Árið 2018 fékk tímaritið send inn átta handrit til umfjöllunar, af þeim var þremur hafnað strax í upphafi en fimm bættust við í  ritrýniferli sem gerir handrit í ritrýniferli núna tíu samtals.

Þær tvær greinar sem birtar voru varpa ljósi á stöðuna í íslensku dreifbýli. Í fyrri greininni, „Nýliðun í landbúnaði á Íslandi og áhrif fjarlægðar frá Reykjavík“, eftir Vífil Karlsson, er fjallað um ástand mála í bændastétt. Höfundur rannsakaði nýliðun í nautgripa og sauðfjárrækt  og sýnir fram á, með logit líkönum, að fjarlægð frá höfuðborgarsvæðinu skiptir máli, meðal annars fyrir nýliðun. Staðsetningin þarf að vera rétt, hvorki of nálægt né of langt frá höfuðborgarsvæðinu. En niðurstöður benda líka til þess að það sé vandkvæðum bundið að fá ungt fólk inn í bændastéttina. Þó mesta nýliðunin sé meðal ungs fólks þá er það frekar yngri kynslóðin en þær eldri sem á það til að hverfa úr bændastétt.

Áherslan í seinni greininni, „Innfæddir og aðfluttir andskotar: Áhrif uppruna og staðarsamsemdar á búsetuánægju á Norðurlandi“, eftir Þórodd Bjarnason, varpar ljósið á búsetuánægju íbúa á norðurhluta landsins. Rannsóknin byggir á spurningalistum og sýnir fram á að meirihluti íbúa í þessum landshluta hefur reynslu af því að búa annarstaðar, annaðhvort á höfuðborgasvæðinu eða í útlöndum. Hlutfall íbúa af erlendum uppruna er hátt á þessum slóðum og Þóroddur bendir á að varðandi búsetuánægju sé lykilatriði að íbúar upplifi sjálfa sig sem heimafólk á einhverjum tímapunkti.

Ég hvet ykkur til að fylgast með uppfærðu tímariti og haldið fyrir alla muni áfram að senda inn handrit! Ég hlakka til að heyra frá ykkur.

 

Ritstjóri Íþ,

Thamar Melanie Heijstra

 

Published
2019-02-07
How to Cite
Heijstra, T. (2019). Frá ritstjóra. Íslenska þjóðfélagið, 9(1), 1. Retrieved from https://thjodfelagid.is/index.php/Th/article/view/151
Section
Editoral