„Mér finnst ég stundum eins og hamstur í hjóli“: Streita í daglegu lífi fjölskyldufólks á Íslandi

  • Andrea Hjálmsdóttir Háskólinn á Akureyri
  • Marta Einarsdóttir Rannsóknamiðstöð Háskólans á Akureyri

Abstract

Útdráttur: Meginmarkmið þessarar rannsóknar er að skoða með eigindlegum aðferðum hvort fjölskyldufólk upplifir streitu í hinu daglega lífi við samræmingu fjölskyldu og atvinnulífs og hvort munur sé á reynslu karla og kvenna hvað það varðar. Hátt í áratug hefur Ísland trónað á toppi lista Alþjóðaefnahagsráðsins sem mælir jafnrétti kynjanna hvað varðar efnahag, pólitíska stöðu, menntun og heilbrigði. Ljóst má vera að góður árangur hefur náðst þegar kemur að kynjajafnrétti á ákveðnum sviðum samfélagsins. Á sama tíma koma tíðari fréttir af aukinni streitu í daglegu lífi og aukinni tíðni kulnunar í starfi og streitutengdra sjúkdóma. Rannsóknir hér á landi benda til þess að þrátt fyrir mikla atvinnuþátttöku sé meira vinnuálag vegna barnauppeldis og heimilisstarfa á herðum kvenna en karla og óskir um styttri vinnuviku sem fram hafa komið í rannsóknum benda til þess að það sé ekki án vandkvæða að samræma fjölskyldu og atvinnu.Tekin voru rýnihópaviðtöl á Akureyri og á höfuðborgarsvæðinu, við hópa karla og kvenna sem voru í parasamböndum og áttu börn. Í ljós kom að bæði karlar og konur töldu samræmingu vinnu og fjölskyldu töluvert púsl. Meðfram fullri vinnu fylgir því álag og streita að standast samfélagskröfur um hreint heimili og þátttöku í tómstundum og skólastarfi barna. Skýr ósk kom fram í hópunum um styttingu vinnuvikunnar til að minnka álag og auka lífsgæði.

Lykilorðsamræming fjölskyldu og atvinnu · streita · jafnrétti kynjanna · verkaskipting · stytting vinnuviku

Abstract:The aim of the study was to look at work-life balance in Icelandic families and to what extent parents experience stress in their daily lives. For the ninth year in a row, Iceland is at the top of the Gender Gap Index. This indicates that Iceland has been successful when it comes to gender equality in terms of women´s economic participation and opportunity, educational attainment, health, survival, and political empowerment. At the same time we increasingly see news about people experiencing stress in their daily lives, burning out at work and suffering from stress related diseases. Research shows that despite their high level of labour force participation, Icelandic women still do a greater share of domestic work and child care than men. Parents in Iceland have been found to desire a shorter work week, which indicates that they find it challenging to balance work and family life. To explore this further, focus group interviews were conducted in Akureyri and Reykjavík, with three groups of women and three groups of men. Both men and women described stress in their daily lives, but women more so than men. Meeting the demands of work, a clean home, and children´s school and after school activities was described as often exhausting. All groups expressed a strong wish for a shorter work week, in order to relieve stress and increase the quality of family life.

Keywords: work-life balance · stress · gender equality · division of labor · shorter work week

 

Author Biographies

Andrea Hjálmsdóttir, Háskólinn á Akureyri

Andrea Hjálmsdóttir (andrea@unak.is) er lektor í félagsfræði við Hug- og félagsvísindasvið Háskólans á Akureyri. Hún lauk meistaraprófi í félagsfræði við University of British Columbia árið 2009 og stundar nú doktorsnám í sömu grein við Háskóla Íslands. Andrea hefur stundað rannsóknir á viðhorfum unglinga til jafnréttismála auk margvíslegra rannsókna á högum unglinga og stöðu kynjanna í íslensku samfélagi.

Marta Einarsdóttir, Rannsóknamiðstöð Háskólans á Akureyri

Marta Einarsdóttir (martaeinars@unak.is)er sérfræðingur hjá RHA – Rannsóknamiðstöð Háskólans á Akureyri. Hún lauk bakkalárprófi í sálfræði frá Háskóla Íslands árið 1993, meistaraprófi í þróunarfræðum, með áherslu á kynjajafnrétti og menntun, frá University of East Anglia í Englandi árið 2003 og doktorsprófi í menntavísindum frá sama skóla árið 2013. Í doktorsrannsókn sinni skoðaði hún fullorðinsfræðslu kvenna í Mósambík. Hjá RHA hefur hún einkum stundað rannsóknir á sviði menntunar og jafnréttismála.

Published
2019-02-20
How to Cite
Hjálmsdóttir, A., & Einarsdóttir, M. (2019). „Mér finnst ég stundum eins og hamstur í hjóli“: Streita í daglegu lífi fjölskyldufólks á Íslandi. Íslenska þjóðfélagið, 10(1), 4-20. Retrieved from https://thjodfelagid.is/index.php/Th/article/view/152
Section
Articles