Vægi fjárhagsþrenginga í áhættu á þunglyndiseinkennum hjá launafólki á Íslandi á tímum kórónuveirunnar

  • Margrét Einarsdóttir
  • Kolbeinn Hólmar Stefánsson
  • Kristín Heba Gísladóttir

Abstract

ÚTDRÁTTUR: Erlendar rannsóknarniðurstöður benda til þess að félags- og efnahagslegur ójöfnuður í geðheilsu hafi aukist í COVID-19 faraldrinum. Markmið þessarar rannsóknar er að skoða tengsl þunglyndiseinkenna við fjárhagsþrengingar og annan félags- og efnahagslegan ójöfnuð á tímum kórónuveirunnar hjá íslensku launafólki sem tilheyrir aðildarfélögum innan ASÍ og BSRB. Aðferðir: Rannsóknin er þýðisrannsókn sem byggir á spurningakönnun á stöðu launafólks á Íslandi og var lögð fyrir í árslok 2020. Alls svöruðu 8461 rannsókninni, eða 7,0% þýðisins. Gögnin voru vigtuð til að þau endurspegli sem best þýðið. Þunglyndiseinkenni voru sjálfsmetin með PHQ-9 kvarðanum. Spurt var um tvær tegundir fjárhagsþrenginga, efnislegan skort og að ná endum saman. Niðurstöður byggjast á einbreytu- og fjölbreytutvíundargreiningum. Niðurstöður sýna að líkur á þunglyndi aukast eftir því sem félags- og efnahagsleg staða er verri. Þegar stjórnað er fyrir öðrum félags- og efnahagslegum áhættuþáttum og líkamlegri heilsu vegur efnislegur skortur þyngst í áhættunni en skýringarmáttur þess að ná endum saman er minni en bæði líkamlegrar heilsu og aldurs. Ályktun: Verulegur félags- og efnahagslegur ójöfnuður er hérlendis í þunglyndiseinkennum launafólks á tímum COVID-19. Aðgerðir stjórnvalda til að tryggja afkomu og lífkjör fólks í COVID-kreppunni gengu of skammt. Stjórnvöld þurfa ávallt og óháð efnahagsástandi að tryggja öllum framfærslu sem dugir fyrir lágmarksneysluviðmiðum.
LYKILORÐ: Geðheilsa – fjárhagsþrengingar – COVID-19

ABSTRACT: There are indications that socioeconomic inequality in mental health has intensified during the COVID-19 pandemic. However, information from Iceland is lacking. The aim of this research is to examine the association between depressive symptoms and financial hardship and other socioeconomic factors. Methods: All members of ASÍ and BSRB, the confederations of labour within the private and public sectors, were requested to answer a questionnaire on their situation at the end of 2020. The response rate was 7% of the population. The data was weighted by known population parameters. Depression symptoms were assessed on the PHQ-9 scale. Two indicators of financial hardship were used: material deprivation and the ability to make ends meet. Univariate and multivariate logistic regression was used to analyse the data. Results: The risk of depressive symptoms increased with a lower socioeconomic position. When controlled for other risk factors, material deprivation had the strongest predictive power, but the ability to make ends meet lowers the predictive power of both physical health and age. The predictive power of other socioeconomic factors was smaller. Conclusion: Substantial socioeconomic inequality in depression symptoms among workers in Iceland was identified during COVID-19.
KEYWORDS: Mental health – financial hardship – COVID-19

Published
2022-03-31
How to Cite
Einarsdóttir, M., Stefánsson, K. H., & Gísladóttir, K. H. (2022). Vægi fjárhagsþrenginga í áhættu á þunglyndiseinkennum hjá launafólki á Íslandi á tímum kórónuveirunnar. Íslenska þjóðfélagið, 13(1), 33-45. Retrieved from https://thjodfelagid.is/index.php/Th/article/view/226