„Manni líður eins og maður sé alltaf að stara í ginið á ljóninu“: Viðhorf ungra kvenna til barneigna

  • Sunna Símonardóttir
  • Hlédís Maren Guðmundsdóttir

Abstract

ÚTDRÁTTUR: Lækkandi fæðingartíðni á Vesturlöndum má rekja til viðhorfsbreytinga gagnvart barneignum og félagslegra þátta á borð við aukna hagsæld, menntun, aukið kynjajafnrétti og breytinga á gildum og lífsmarkmiðum einstaklinga. Þar sem Ísland fylgir nú svipaðri þróun í frjósemi og önnur Norðurlönd er mikilvægt að skoða fæðingartíðni og frjósemishegðun í víðu samhengi. Fyrirliggjandi rannsóknir á viðhorfum til barneigna á Íslandi eru takmarkaðar og tilgangur þessarar rannsóknar er að öðlast skilning á því hvernig viðhorf til barneigna mótast af ríkjandi hugmyndum um foreldrahlutverkið, félagslegum aðstæðum fólks, kynjuðum veruleika og opinberri fjölskyldustefnu. Í rannsókninni nýtum við rýnihópa og einstaklingsviðtöl við konur á aldrinum 25-30 ára til þess að greina viðhorf ungra kvenna til barneigna. Greining varpar ljósi á það hvernig ungar konur upplifa foreldrahlutverkið sem kvíðavaldandi og líklegt til þess að hafa neikvæð áhrif á stöðu þeirra í samfélaginu. Þó að viðmælendur sjái brotalamir í ásýnd jafnréttisamfélagsins, þegar kemur að ábyrgð og skyldum mæðra og feðra þá setja þeir ekki sömu spurningamerki við hugmyndafræði einstaklingshyggju og ákafrar mæðrunar sem einkennir foreldrahlutverkið. Niðurstöður benda til þess að ungar konur eigi erfitt með að sjá fyrir sér hvernig þær geti uppfyllt vaxandi kröfur um „ákafa“ mæðrun í samfélagi sem einkennist af lífsgæðakapphlaupi, einstaklingshyggju og yfirvofandi loftslagssvá.

LYKILORÐ: Foreldrahlutverk – Ungt fólk – Kynjajafnrétti – Fæðingartíðni – Áköf mæðrun

ABSTRACT: Declining birth rates in Western countries can be attributed to changes in attitudes towards childbearing as well as social factors such as increased prosperity, education, increased gender equality and changes in life values and goals. Iceland now follows similar fertility trends as the other Nordic countries. Existing research is limited, underlining the importance of broad context research of birth rates and fertility behaviour. The purpose of this study is to further our understanding of how attitudes towards childbearing are shaped by prevailing ideas about parenthood, people’s social conditions, gendered reality, and family policy. In the study, we employ focus groups and individual interviews with women aged 25-30 to analyse young women’s attitudes towards childbearing. Our analysis sheds light on young women’s view of motherhood as distressing and likely to negatively impact their social position. Although the interviewees perceive cracks in the facade of the egalitarian society, when it comes to the inequal responsibilities of mothers and fathers, they do not question the ideology of individualism and intensive mothering that characterizes modern parenthood. Findings suggest that young women struggle to envision how they can meet the demands of motherhood in a society characterized by materialism, individualism, and impending climate disaster.

KEYWORDS: Parenting – Young people – Gender equality – Fertility – Intensive mothering 

Published
2022-12-09
How to Cite
Símonardóttir, S., & Guðmundsdóttir, H. M. (2022). „Manni líður eins og maður sé alltaf að stara í ginið á ljóninu“: Viðhorf ungra kvenna til barneigna. Íslenska þjóðfélagið, 13(1), 107-122. Retrieved from https://thjodfelagid.is/index.php/Th/article/view/231