Áhrif nýfrjálshyggju á íslenskt leikskólastarf

  • Kristín Dýrfjörð Háskólinn á Akureyri
Keywords: Neo-liberalism, democracy, preschoolearly childhood education, educational policy, administration

Abstract

For the last decades neo-liberalism has been growing as a political ideology, globally as well as nationally. In Iceland the manifestation of neo-liberalism is mostly noticeable in discourses related to deregulation, accountability, choice, and privatization, both in the school system as well as in wider society. The aim of the article is to explore the influence of neo-liberalism on the Icelandic preschool system. Among influential forces in Icelandic society is the Iceland Chamber of Commerce which published a futuristic vision of, among other things, how to run the preschool system. Those ideas will be scrutinized especially in connection with the development of the legal frame for preschool as well as public discourses. The conclusion is that neo-liberal influences have become rather obvious on the preschool´s public structure. The neo-liberal ideology has been a constructive force as is apparent in the new act of law on preschools from 2008 and how they have been implemented.

 

Nýfrjálshyggjan hefur verið fyrirferðarmikil í hinu opinbera rými í alllangan tíma. Hérlendis hefur hún m.a. birst í áherslu á að breyta orðræðu samfélagins yfir í tal um regluslökun, ábyrgðarskyldu, val og markaðsvæðingu. Í greininni er leitast við að skoða áhrif nýfrjálshyggjunnar á íslenska leikskólakerfið. Lykilskjöl um málefni leikskólans eru skoðuð með greiningarlykil Hursh og aðferðafræði orðræðugreiningar að leiðarljósi. Meðal þessara skjala er framtíðarsýn Viðskiptaráðs Íslands, Ísland 2015. Rýnt er í þær hugmyndir sem þar koma fram og þær settar í samhengi við þróun lagaramma og opinberra tilmæla um leikskólann hérlendis. Lögum leikskóla, reglugerðir og ýmsar skýslur sem snúa að leikskólastarfi eru einnig skoðaðar. Niðurstaðan er að áhrif nýfrjálshyggjunnar séu mjög greinileg á umgjörð leikskólastarfs eftir síðustu aldamót, og að hugmyndafræði hennar hafi orðið fyrirferðarmeiri og haft mótandi áhrif á leikskólann. Þau áhrif kristölluðust í lögum um leikskóla 2008 og hafa sýnt sig í framkvæmd þeirra.

 

Author Biography

Kristín Dýrfjörð, Háskólinn á Akureyri

Höfundur lauk prófi frá Fósturskóla Íslands árið 1986 og námi í stjórnun frá sama skóla árið 1992. Haustið 1994 fékk hún Fullbright-styrk til að kynna sér leikskólamál í Chicago og vera gestanemandi við Loyola University og Erikson Institute. Hún lauk MA gráðu frá Félagsvísindadeild Háskóla Íslands vorið 2003 og hefur stundað doktorsnám við Institute of Education í London. Höfundur átti þátt í gerð Aðalnámskrár fyrir leikskóla, 1999 og 2011, hún hefur starfað sem leikskólastjóri hjá Reykjavíkurborg og verið lektor við Háskólann á Akureyri frá 1997. Rannsóknarsvið hennar eru ýmis birtingarform lýðræðis í leikskólum.

 

 

How to Cite
Dýrfjörð, K. (1). Áhrif nýfrjálshyggju á íslenskt leikskólastarf. Íslenska þjóðfélagið, 2(1), 47-68. Retrieved from https://thjodfelagid.is/index.php/Th/article/view/30
Section
Articles