Frá sjálfsþurftasamfélagi til markaðsþjóðfélags: Mótun verkalýðsstéttar á Akureyri 1860‒1940

  • Hermann Óskarsson Haskólinn á Akureyri
Keywords: class distinction, gender, working class, self-substinence community, market society

Abstract

The aim of this paper is to study the emergence of a working class in Akureyri in the period 1860‒1940, when capitalist society was evolving in Icelandic society. The research is based on censuses and  historical data and uses a research model based on the Marxist theory of social class. The main findings indicate that about 1860 foreign merchants were prominent in the population of Akureyri and the town had the character of a self-substinence community. From the latter part of the 19th century the community began to show increasing signs of a class-divided capitalist system. A radical change in the composition of the working class occurred during this period with a steady increase of labourers in industry and fishing. At the same time the number of independent artisans and domestic service personnel declined. The proletarization of the genders occurred later and happened at a slower rate among women. At the foundation of the Icelandic republic in 1944, Akureyri had all the characteristics of a prominent class division, where the different classes, and especially the genders, were seen as socially distinct.

 

Markmið þessarar greinar er að rannsaka myndun verkalýðsstéttar á Akureyri á tímabilinu 1860‒1940 þegar kapítalískt samfélag var í mótun á Íslandi. Byggt er á manntölum og öðrum sögulegum heimildum og stuðst er við rannsóknarlíkan sem byggir á marxískri stéttakenningu. Niðurstöður leiða í ljós að um 1860 voru erlendir kaupmenn áberandi á Akureyri og samfélagið bar mörg einkenni sjálfsþurftasamfélags. Frá síðari hluta 19. aldar tók bærinn á sig skýrari mynd kapítalísks stéttasamfélags. Grundvallar breyting varð á innri gerð verkalýðsstéttarinnar á umræddu tímabili með mikilli fjölgun verkafólks í iðnaði og sjávarútvegi sem ráðið var sem launafólk af atvinnurekendum. Fækkaði þá sjálfstæðu handverksfólki og húshjálp. Slík þróun er nefnd öreigaþróun, en hún hófst síðar og var meira áberandi meðal kvenna. Lýðveldistíminn á Akureyri hófst með áberandi stéttaskiptingu, þ.e. félagslegri mismunun stétta og kynja.

 

 

 

 

Author Biography

Hermann Óskarsson, Haskólinn á Akureyri
Hermann Óskarsson er dósent í félagsfræði við framhaldsnámsdeild heilbrigðisvísindasviðs Háskólans á Akureyri. Hann stundaði grunnnám í félagsfræði, félags-mannfræði og þjóðhagfræði við Gautaborgarháskóla og lauk þaðan Fil. Kand.-prófi 1980 og doktorsprófi í félagsfræði 1996. Helstu rannsóknarsvið eru félagslegir áhrifaþættir heilsu og heilbrigðis, félagsleg dreifing heilbrigðis, félagsleg lagskipting, félagsleg mismunun og þjóðfélagsstéttir.
Published
2011-12-31
How to Cite
Óskarsson, H. (2011). Frá sjálfsþurftasamfélagi til markaðsþjóðfélags: Mótun verkalýðsstéttar á Akureyri 1860‒1940. Íslenska þjóðfélagið, 2(1), 69-90. Retrieved from https://thjodfelagid.is/index.php/Th/article/view/31
Section
Articles