Kynbundnir áhrifaþættir á starfsval sál- og tæknifræðinga

  • Fjóla Þórdís Jónsdóttir Keilir
  • Ingi Rúnar Eðvarðsson Viðskiptafræðideild Háskóli Íslands
Keywords: Occupational choice, gender, psychologists, technical specialists, survey, Iceland

Abstract

The  paper  presents  the  results  of  a  survey  among  members  of  the Icelandic Psychological Association and the Icelandic Association of  Technical  Specialists. The members were asked about occupational choice in an online survey. The response rate was 28%. The main  findings  are  that  the  members  chose  their  occupation  in their  teens  or  later  and  that  spouse  and  siblings  had  a stronger  impact  on  the occupational  choice  of  women  than  that of men.  Men have higher salaries than women. The  most  influential  factors  on  occupational  choice  were  talent,  interest  and professional appeal. A substantial difference was found between the genders.  Men placed  more  emphasis  on  salary,  whereas  women  found  it  more  important  to  lead  by good example  and  be  able  to  help  others. Women  also  found  it  more  important  that their job should be family friendly and considered it more likely than men that they would take  a  break  from  work  due  to  family  reasons.  Women  were  more  often responsible  for  domestic  work  and  child  rearing,  although  most  of  the  participants believed the responsibility to be shared equally between the genders.

Í greininni eru birtar niðurstöður úr könnun meðal félagsmanna í Sálfræðingafélagi Íslands og Tæknifræðingafélagi Íslands. Félagsmenn voru spurðir út í starfsval í rafrænum spurningalista vorið 2013. Svörun var 28%. Helstu niðurstöður eru þær að þátttakendur völdu sér framtíðarstarf á unglingsárum eða síðar og maki og systkini höfðu meiri áhrif á starfsval kvenna en karla. Laun karla eru hærri en kvenna. Flestir þeirra sem svöruðu könnuninni nefndu að hæfileikar, áhugasvið og áhugaverð verkefni skiptu mestu máli við val á starfi. Mikill kynjamunur birtist í niðurstöðum. Laun, traust fyrirtækis og að starfið hentaði kyni þeirra réðu talsvert meiru hjá körlum, en konur töldu mikilvægara að láta gott af sér leiða og að geta hjálpað öðrum. Einnig lögðu konur meiri áherslu á að starfið væri fjölskylduvænt og þeim þótti líklegra en körlunum að þær myndu taka hlé frá störfum vegna fjölskylduaðstæðna. Þá sást að konur báru oftar meiri ábyrgð en karlar á heimilisstörfum og barnauppeldi, þótt flestir teldu ábyrgðina vera jafna.

 

How to Cite
Jónsdóttir, F., & Eðvarðsson, I. (1). Kynbundnir áhrifaþættir á starfsval sál- og tæknifræðinga. Íslenska þjóðfélagið, 4, 65-82. Retrieved from https://thjodfelagid.is/index.php/Th/article/view/56
Section
Articles