Samgöngur og byggðaþróun: Samfélagsleg áhrif Héðinsfjarðarganga

  • Þóroddur Bjarnason Hug- og félagsvísindasvið Háskólans á Akureyri
Keywords: Transportation, road tunnels, regional development, Fjallabyggð, Iceland

Abstract

Transportation improvements can substantially impact regional development through denser community ties. Accordingly, public policy in Iceland emphasises the expansion of employment and service regions. The results of a seven year study on the impact of the Héðinsfjörður road tunnels show a greater than predicted increase in traffic. There is now substantial commuting between the towns of Ólafsfjörður and Siglufjörður and the vast majority of residents travel between towns for shopping, services, events or social activities. The regional economy is stronger and residents are more satisfied with prices and diversity of goods and services. Siglufjörður has become part of the Eyjafjörður tourism region and a tourist destination between Akureyri and the capital region. Overnight stays and trips around the peninsula have however not increased. Public services have been streamlined, partly because of the national economic collapse. Residents are more satisfied with educational opportunities but less satisfied with policing and health services. Relations between the towns do not appear more strained, despite a perceived lack of public services in Ólafsfjörður. The population has increased in Siglufjörður only, but there has been a general increase in the number of younger women, children and foreign citizens and young people are more likely to want to stay in Fjallabyggd. The long term effects of the Héðinsfjörður tunnels should be systematically monitored.

 

Samgöngubætur geta haft veruleg áhrif á byggðaþróun með þéttari tengslum milli byggðarlaga og í opinberri stefnumótun er lögð áhersla á stækkun atvinnu- og þjónustusvæða. Niðurstöður sjö ára rannsóknar á samfélagslegum áhrifum Héðinsfjarðarganganna sýna að umferð hefur aukist umfram spár. Talsverð vinnusókn er nú milli Ólafsfjarðar og Siglufjarðar og mikill meirihluti íbúanna sækir verslun, þjónustu, viðburði eða félagsstarf milli kjarnanna. Efnahagslíf í Fjallabyggð hefur eflst og aukin ánægja er með vöruverð og fjölbreytni í verslun. Siglufjörður er orðinn hluti ferðamannasvæðis Eyjafjarðar og áfangastaður ferðamanna milli Akureyrar og höfuðborgarsvæðisins. Gistingum ferðamanna hefur þó ekki fjölgað og spár um aukna umferð á hringleið um Skagafjörð og Eyjafjörð ekki gengið eftir. Talsverð hagræðing hefur orðið hjá ríki og sveitarfélagi en þar gætir einnig áhrifa hrunsins. Aukin ánægja er með menntunartækifæri en minni ánægja með löggæslu og aðgengi að heilbrigðisþjónustu. Rígur virðist ekki hafa aukist milli byggðakjarnanna þótt Ólafsfirðingar telji á sig hallað í opinberri starfsemi. Til skemmri tíma hefur fólki fjölgað á Siglufirði en ekki í Ólafsfirði. Yngri konum, börnum og erlendum ríkisborgurum hefur fjölgað og yngra fólk er tilbúnara til að búa áfram í Fjallabyggð. Langtímaáhrif Héðinsfjarðarganganna munu koma í ljós á næstu áratugum og mikilvægt að fylgja þeim eftir með skipulögðum hætti.

 

How to Cite
Bjarnason, Þóroddur. (1). Samgöngur og byggðaþróun: Samfélagsleg áhrif Héðinsfjarðarganga. Íslenska þjóðfélagið, 6(1), 5-36. Retrieved from https://thjodfelagid.is/index.php/Th/article/view/77
Section
Articles